Dómarinn og verjandinn

Punktar

Ísland er ekki einu sinni vasaútgáfa af ríki. Bófarnir í yfirstéttinni eru vinir, hvar sem þeir sitja hverju sinni. Dómari í Hæstarétti fer í bíó með verjanda ráðuneytisstjóra. Perluvinirnir Benedikt Bogason og Karl Axelsson sáu saman Contraband. Vafalaust rætt þar um Baldur Guðlaugsson. Síðan hefur Benedikt sagt Ólafi Berki Þorvaldssyni, skjólstæðingi Davíðs, hvernig hann eigi að haga atkvæði sínu sem dómari í máli Baldurs. Sjálfur hefur Benedikt neitað að segja sig frá þessu tiltekna máli. Samræði óligarkanna lætur ekki að sér hæða. Þjóðin þarf að rísa á fætur, hreinsa óværuna út úr Hæstarétti.