Hitt er svo annað mál, að íslenzk lög og lögregla þurfa að taka á glæpum, hvort sem þeir eru stundaðir af innfæddum og nýbúum. Sumir nýbúar lifa á jaðri þjóðfélagsins og standa nær glæpum en almennir borgarar. Á slíku þarf að taka með festu, hvort sem um er að ræða ofbeldi eða þjófnað, fíkniefni eða mansal. Einkum er það löggæzlan, sem ekki stenzt kröfur. Hér ganga t.d. nauðgarar lausir, af því að lögreglan virðist ekki kunna á tækni við slíkar rannsóknir. Kannski þarf að taka DNA-prufur af nýbúum. En þarf ekki að taka DNA-prufur af innfæddum líka?
