Deig stjórnarandstaða

Punktar

Alþingismenn létu undir höfuð leggjast að vinna vinnuna sína. Neituðu að afgreiða fjárlög með viðeigandi yfirlegu og umræðu. Frestuðu að draga launahækkun sína til baka og vona að þjóðin hafi gleymt því eftir mánuð. Unnu ekki eðlilega vinnudaga fyrir jól, milli jóla og nýjárs og eftir nýjár. Frestuðu bara þingstörfum fram í síðari hluta janúar. Að þessu leyti er enginn munur á þessu nýja þingi og hinum, sem áður fóru létt með að svíkjast um. Stjórnarandstaðan reynist lasburða og ekki til stórræðanna. Heimtuðu ekki einu sinni nafnakall um undarlegustu lagagreinar fjárlaga. Virðist hafa sætt sig við hægri sinnaða frekjustjórn næstu fjögur árin.