Davíð sakar Geir

Punktar

Davíð Oddsson segir, að ríkisstjórnin, það er Geir H. Haarde, hafi ákveðið að Seðlabankinn lánaði Kaupþingi gjaldeyrisforða okkar kortéri fyrir hrun. Skýring hans á síðbúinni uppljóstrun, er, að hann hafi sjálfur aldrei verið um þetta spurður! Nú á Geir H. Haarde eftir að afneita þessu og við munum þá enn klóra okkur í höfðinu. Spurningin er auðvitað: Hver sagði hvað í hinu fræga símtali erkivinanna. Davíð hefur þegar fórnað Geir. Ef Geir maldar ekki í móinn, verður hann talinn sekur, unz samtalið verður birt. Þetta er gott dæmi um fáránleika þess, að lykilmenn þjóðar geti haldið leyndri orsök gjaldþrots Seðlabankans.