Davíð rekinn?

Punktar

Þótt Davíð Oddsson sé Seðlabankastjóri, líst mér illa á þá hugmynd Þorsteins Más Baldvinssonar hjá Samherja, að Davíð og öðrum slíkum verði sagt upp og gerður við þá starfslokasamningur. Með því væri verið að opna fyrir, að frekjuhundar í atvinnulífinu fari að ráðskast með Seðlabankann. Slíkt er hvergi stundað í heiminum, heldur lögð áherzla á, að bankastjórarnir séu friðhelgir í starfi. Bankastjórar Seðlabankans eiga að vera óvinsælir. Þeir eiga að neita að gera eins og Þorsteinn Már og aðrir frekjuhundar vilja. Þeir eiga að rífast við ríkisstjórnina. Þeir eiga að hækka vextina.