Davíð Oddsson brjálaðist

Punktar

Davíð Oddsson brjálaðist, þegar Ólafur F. Magnússon hugðist ráða Gunnar Smára Egilsson sem aðstoðarborgarstjóra. Æðið stafaði ekki af málefnalegri ástæðu, því að Gunnar Smári er hæfari en aðrir til flestra verka. Æðið stafaði af hatri Davíðs á Baugsmiðlunum svonefndu og forustu Gunnars Smára á þeim vettvangi. Sjálfstæðisflokkurinn dansar enn eftir hljóðpípu Davíðs fremur en Geirs Haarde eða annarra. Ráðning Smárans var gerð tímabundin, en allt kom fyrir ekki. Sjálfstæðisflokkurinn gat ekki tekið raunhæft á því. Hann reyndist bara vera bergmál af víðfeðmum tilfinningaflækjum Davíðs.