Davíð hinn krossfesti

Punktar

Sjálfstæðisflokkurinn hyllti Davíð Oddsson á landsfundinum og situr uppi með biturt gamalmenni. Davíð skaut föstum skotum í allar áttir og gerði grín að efnahagsmálabók flokksins. Allt var það í hefðbundnum stíl Davíðs, dylgjur og smjörklípur í hverri málsgrein. Samt hyllti flokkurinn Davíð, verði honum að því. Með þessari málsmeðferð reyrir flokkurinn sig við öll mistökin á valdaskeiði Davíðs og Geirs. Ekki er von, að flokkurinn geti tekið þátt í daglegu lífi á Íslandi, þegar hann hyllir mann, sem segist vera ígildi hins krossfesta Jesús Krists. Fyrr má nú rota en dauðrota.