Jónas Haralz segir, að rangt hafi verið að leggja niður Þjóðhagsstofnun. Og telur Seðlabankann vera hluta efnahagsvandans. Athugið, að það var Davíð Oddsson, sem lagði niður Þjóðhagsstofnun í einu af æðisköstum sínum. Og að það er Davíð Oddsson, sem nú stjórnar Seðlabankanum. Og er frægastur fyrir að geta ekki lokað þjóðhagsreikningum á frambærilegan hátt. Jónas Haralz telur samskiptum Seðlabanka og ríkisstjórnar vera ábótavant. Athugið, að þar er hann að tala um Davíð Oddsson og Geir Haarde. Mér sýnist Jónas Haralz segja kreppuna á Íslandi vera innanhússvanda landsfeðra Flokksins.