Davíð hér og Davíð þar

Punktar

Jónas Haralz segir, að rangt hafi verið að leggja niður Þjóðhagsstofnun. Og telur Seðlabankann vera hluta efnahagsvandans. Athugið, að það var Davíð Oddsson, sem lagði niður Þjóðhagsstofnun í einu af æðisköstum sínum. Og að það er Davíð Oddsson, sem nú stjórnar Seðlabankanum. Og er frægastur fyrir að geta ekki lokað þjóðhagsreikningum á frambærilegan hátt. Jónas Haralz telur samskiptum Seðlabanka og ríkisstjórnar vera ábótavant. Athugið, að þar er hann að tala um Davíð Oddsson og Geir Haarde. Mér sýnist Jónas Haralz segja kreppuna á Íslandi vera innanhússvanda landsfeðra Flokksins.