Dauðsmannsbrekkur

Reykjanes, Þjóðleiðir

Frá Brynjudal í Hvalfirði um Seljadal að Vindáshlíð í Kjós.

Þetta er eðlilegt framhald leiðarinnar úr Reykjavík um Svínaskarð. Er þess vegna mest farna leiðin yfir Reynivallaháls. Hinar eru Seljadalur, Reiðhjalli, Gíslagata og Reynivallaháls, öðru nafni Kirkjustígur.

Förum frá Fossá suður og upp Klif, þar sem er þverleið vestur Reynivallaháls til Reynivalla. Förum beint áfram suðsuðvestur og upp Djúpadal, þar sem eru leiðir um Gíslagötu og Reiðhjalla. Síðan förum við suður og meðfram austurhlið Sandfells og þaðan suður brekkur að Vindáshlíð.

8,8 km
Reykjavík-Reykjanes, Borgarfjörður-Mýrar

Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH