Dauðateygjur bræðsludraums

Punktar

Dauðateygjur United Silicon marka endalok bræðslualdar. Hófst 1970 með álbræðslu í Straumsvík og náði hámarki tryllings við Kárahnjúka 2007. Þá var fyrir löngu séð, að tombóluverð fékkst fyrir íslenzka fossa. Að „hækkun í hafi“ gerði allar bræðslur tekjuskattsfríar. Ævintýri stóriðjunnar var samfelld harmsaga þjóðar með heimska og spillta valdamenn. Ráðgerð var röð hitavirkjana á Reykjanesskaga. En í ljós kom, að í Hellisheiði var síður en svo endurnýjanleg orka, Þar á ofan var hún eitraður andskoti. Enn er reynt að plata sveitamanninn. Lexían lærist samt. Fokheld Helguvík er stopp. Fleiri bræðslur verða ekki reistar á Íslandi.