Sjúkrabörum er ekki hægt að koma inn í útiklefa sundlaugar Seltjarnarness. Slösuðu fólki er bara unnt að koma út í keng. Meðalfeitt fólk verður að deyja á staðnum. Þetta kom í ljós um helgina. Sjúkrabíll kom til að sækja granna konu í klefann. Björgunarfólkið lenti í vandræðum með að troða henni út. Allt bjargaðist um síðir á bráðavaktinni. Laugin er eitt af snilldarverkum íslenzkra arkitekta. Notendur hennar hafa reynt að fá dauðagildruna lagaða, til dæmis með því að setja upp skerm í stað hurðar. En arkitektar og apparatið á Seltjarnarnesi virðast vilja hafa minnisvarðann óbreyttan.
