Dauðadæmd fabrikka

Punktar

Verksmiðja kjördæmispotaranna á Bakka er dauðadæmd. Aðstandendur hennar hirtu ekki um að afla sér nauðsynlegra leyfa. Óðu bara áfram í fullkomnum skorti á dómgreind. Ein afleiðingin er Vaðlaheiðargöng, sem kosta milljörðum meira en áætlað var. Nú hefur úrskurðarnefnd umhverfismála ógilt samþykkt Mývetninga á raflínu Landsnets frá Þeistareykjum til Húsavíkur. Framkvæmdir stöðvast við línuna og Bakkaver. Ljóst er, að hér hafa æðikollar vaðið áfram í stað þess að bíða eftir réttum pappírum. Þar á meðal ríkisfyrirtæki eins og Landsnet, sem hvað eftir annað lendir í svona frekjugangi. Þá rándýru drjóla þarf að reka.