Dásamleg nýyrði

Punktar

Fyrir viku fékk Bjarni Ben sæmdarheitið „Hans Ómögulegheit“ vegna frumlegra nýyrða. Í gær fékk hann nýja sæmdarheitið „Hans Aðkoma“. Þá sagði hann, að hugsanlega mætti veita puplinum „aðkomu“ að slitum aðildarviðræðna. Þó kæmi ekki til greina, að fólk fengi þjóðaratkvæðagreiðsluna, sem það heimtar. Nú þurfa orðhenglafræðingar og umboðsmenn ógreiddra atkvæða að leggjast undir feld. Finna, hvernig fólk fær aðkomu án þess að fá að kjósa. Þeir, sem fundu upp „varnagla“, „engin loforð“ og „óheppilegt orðalag“ verða líklega ekki í vandræðum. Hver vika færir tungunni nýjar dásemdir. Rösklega verður „farið á svig við“ alla skynsemi.