Danir björguðu okkur

Punktar

Öldum saman hefur íslenzk pólitík snúist um, að yfirstéttin missi ekki tökin. Sem nýlenduveldi reyndu Danir hvað eftir annað að hafa heimil á ofsagræðgi íslenzkra biskupa og sýslumanna. Franska byltingin varð í Danmörku 1786, þegar borgarar í Kaupmannahöfn þvinguðu lýðræði upp á konungsveldið. Meðal krafna, sem náðu fram að ganga, var aðstoð við Íslendinga eftir Móðuharðindin. Ennfremur sala á jörðum biskupsstóla til bænda. Það var upphafið að íslenzkum nútíma. Vistarbandið var svo afnumið 1874 að dönsku frumkvæði. Íslenzka yfirstéttin var þá beygð í duftið.  Hún hamast að vísu enn í formi bófaflokksins, sem heldur gróðanum frá almenningi.