Flestir vita, hver er Daniel Barenboim, píanisti og hljómsveitarstjóri frá Ísrael. Hann hefur aðrar skoðanir á pólitík en kjósendur í Ísrael, skrifar um þær blaðagreinar. Hann telur loftárásir Ísraelshers styrkja Hamas, hin róttæku samtök Palestínumanna. Hann telur þær líka ómennskar, ósiðlegar og ekki bæta öryggi Ísraels. Hann bendir á, að Hamas sé meirihlutaflokkur á Gaza. Hann vekur sérstaka athygli á siðleysi þess að gera baklandið réttdræpt fyrir verk skæruliða. Collective Punishment er siðlaus stefna Ísraelsríkis. Hún er til þess eins fallin að efla andstöðuna við Ísrael.
