Mér fannst Da Vinci bók Dan Brown vera vondur reyfari. Söguþráðurinn var svo langsóttur og ótrúverðugur, að mér var ekki nokkur leið að lifa mig inn í hann. Ég skil vel, að kaþólska kirkjan sé pirruð út í lýsingu bókarinnar á henni, og ráðleggi fólki að lesa hana ekki. Hins vegar hefur kirkjan ekki lagt til að bókin verði bönnuð. Hún hefur það fram yfir íslamskar kirkjur, sem hafa lagt fé til höfuðs Salman Rushdie fyrir minniháttar grín um þeirra trúarbrögð. Auðvitað er vandi fyrir múslima að búa í heimi, sem er kominn langt fram úr þeim í umburðarlyndi nútímans.