Dálæti á dólgum

Punktar

Íslenzkir landsfeður virðast hafa óseðjandi áhuga á persónulegum samskiptum við suma verstu dólgana af þjóðarleiðtogum heims. Síðast var það Kínverjinn og næst er röðin komin að Rússanum. Vladimír Pútín er brenndur af uppeldi sínu í leyniþjónustu Sovétríkjanna. Í október lét hann loka útvarpstöðinni Free Europe / Radio Liberty. Um áramótin bannaði hann fulltrúum Öryggissamvinnustofnunar Evrópu að fylgjast með hryðjuverkum rússneska hersins í Tsjetsjeníu. Erlendum ráðgjöfum og blaðamönnum er í auknum mæli vísað úr landi. Gamla útlendingahatrið í Rússlandi blómstrar að nýju í skjóli Pútíns, samanber grein Steven Lee Myers í New York Times í gær. Nóg ætti að vera til af húsum hæfum þjóðarleiðtogum til að heimsækja og bjóða hingað. Af hverju hafa þeir Davíð, Halldór og Ólafur Ragnar svona eindregið dálæti á dólgum?