Dagur og Hjálmar hjóla

Punktar

Getur ekki einhver góður ljósmyndari tekið myndir af þeim Degi Eggertssyni og Hjálmari Sveinssyni ríða á hjóli í vinnuna í þessu veðri. Borgarstjórn þarf að átta sig á, að ekki er alltaf Kaupmannahafnarveður í Reykjavík. Borgarbúar munu halda fast í einkabílismann, þótt hann verði rafknúinn og jafnvel sjálfekinn. Við þurfum Miklubraut í stokk frá Landspítalareitnum austur fyrir Grensásveg. Kannski má hafa hjólreinar i stokknum. Þurfum stórt bílastæðahús við Umferðarmiðstöðina og víðar. Ekki verður hægt að svæla Reykvíkinga upp í Borgarlínu. Yfirleitt á að forðast að kúga fólk til að neyðast til að fylgja trúarofstæki skipulagsfólks.