Dagur má passa sig

Punktar

Því fleiri gleiðbrosandi myndir sem Dagur B. Eggertsson lætur taka af sér með almenningi við hátíðleg tækifæri, því meira fjarlægist hann almenning. Ítrekað nefnir hann þann kost að færa þjóðhátíðardaginn um tvo daga. Enginn færir þann dag, ekki einu sinni Dagur. Undir merki hins bíllausa lífsstíls ræðst hann hvað eftir annað á akstur einkabíla. Reynir að þvinga fólk upp á reiðhjól, með illu ef ekki vill betur. Fleiri kjósendur eru þó með bílandi lífsstíl en bíllausan. Lengst gekk Dagur, þegar hann skrifaði undir stóriðjusamning við landflótta og auralausa Kanadamenn, sem alræmdir urðu þar vegna mengunar. Dagur má passa sig.