Dagur í lífi dólga

Punktar

Sigurður Ingi ákveður upp á sitt eindæmi að flytja Fiskistofu til Akureyrar. Uppgötvar síðan, að lagabreytingu vantar. Gott væri líka að kanna hagkvæmni og fagmennsku. Bjarni Ben felur undirmálsliði að velja seðlabankastjóra, eins og að velja skjalafalsara í innanríkisráðuneyti. Ragnheiður Elín vill leyfa Costco að selja brennivín og benzín í kjörbúð. Fyrst verður alþingi samt að breyta lögum og þá fyrir alla. Sigrún formaður varar við útlendu nautakjöti, sem valdi skammlífi. Ríkjandi skoðun í Framsókn. Hanna Birna lætur ítrekað falsa ríkispappíra í prívatslag við svertingja. Dagur í lífi pólitískra dólga.