Dagur er skárri en bófi

Punktar

Dagur er bara venjulegur borgarstjóri, sem gerir mistök, einkum í húsnæðis- og skipulagsmálum. En hann er ekki bófi. Borgarstjóraefni bófaflokksins er hins vegar þrautreyndur afskriftamaður, sem hefur farið flatt á fjárglæfrum af ýmsu tagi. Aðalkosningamál hans er að byggja hús á sjávarbotni vestan við Örfirisey. Skárra er að hafa Dag. En vonandi breytast samt valdahlutföllin í meirihlutanum þannig að verstu órarnir lagist. Ódýrar íbúðir verði til dæmis ekki reistar á þéttingarsvæðum, þar sem dýrt er að byggja og óvinsælt af nágrönnum. Einnig þarf að draga úr hatrinu á einkabílnum og smekkleysunni í skipulagi nýrra bygginga.