Undir stjórn Más Guðmundssonar hefur Seðlabankinn þá gamalreyndu stefnu að reyna að halda upplýsingum frá fólki. “Vi alene vide” eru einkunnarorðin. Seðlabankinn neitar að afhenda Samkeppniseftirlitinu upplýsingar um útlán banka og sparisjóða. Eftirlitið hefur lagt dagsektir á Seðlabankann vegna þessa. Nema sektirnar 1,5 milljónum króna á dag, 10,5 milljónum á viku, 45 milljónum á mánuði. Og svo framvegis. Már ætti ekki að reyna að sýna, að hann geti pissað lengra en Samkeppniseftirlitið. Í því skyni sólundar hann peningum okkar. Nær væri fyrir hann að fara betur með lánsféð að utan.