D. San Marco

Borgarrölt, Feneyjar

Sestiere San Marco

Rio San Moise, Feneyjar

Rio San Moise

Tanginn, sem Canal Grande sveigist umhverfis frá Rialto brú að Markúsartorgi, myndar hverfi, sem kennt er við kirkjuna San Marco og er hjarta miðborgarinnar. Við förum nú í hringferð um hverfið og raunar einnig lítillega inn í aðliggjandi hverfi.

Calle Vallaresso

Við hefjum ferð okkar við suðvesturhorn Markúsartorgs, göngum út af torginu tæpa 100 metra leið eftir Salizzada San Moisè, þar sem við komum að hliðargötunum Calle Vallaresso til vinstri og Frezzeria til hægri. Við göngum þá fyrrnefndu á enda, um 150 metra leið, þar sem hún kemur fram á bakka Canal Grande.

Ein helzta gondólastöðin er þar sem Calle Vallaresso mæti
r bakkanum. Þar er oft mikill ys og þys og stundum raðir fólks, sem bíður eftir að kynnast einkennisfarartækjum Feneyja.

Merkar stofnanir eru hér á horninu, öðrum megin hinn kunni Harry’s Bar, sem Hemingway gerði frægan, og hinum megin hótelið Monaco, sem býður fjölmörg herbergi með útsýni yfir Canal Grande.

Í götunni eru einnig dýrar tízkuverzlanir og listmunaverzlanir, svo og eitt leikhús.

Næstu skref