Bandaríkjamenn öðlast ekki frelsi að nýju með því að kjósa Hillary Clinton sem forseta. Hún er einangruð í fílabeinsturni ráðgjafa. Alein frambjóðenda demókrata talar hún tæpast við blaðamenn. Meðan keppinautar hennar tala við blaðamenn oftar en einu sinni á dag, talar hún við þá á nokkurra mánaða fresti. Hún tregðast meira en aðrir frambjóðendur við að svara fyrirspurnum úr fundarsal. Larry Sabato prófessor í stjórnmálafræði við Virgina-háskóla segir hana vera mest einangraða frambjóðanda í sögu Bandaríkjanna. Allt hennar ferli er vandlega skipulagt leikhúsverk. Lesið Suzanne Goldenberg.