Hafa má það til marks um skort á vísindum í skoðanakönnunum Capacent Gallup, að þeir skipta 120 manna úrtaki á flokka. Það eru þeir, sem spurðir voru um fylgi við flokka á Norðurlandi vestra. Frjálslyndi flokkurinn fær þar 2,5% fylgi, sem þýðir þrír kjósendur í úrtakinu. Ég held, að enginn könnuður nema Gallup mundi leyfa sér slíkt rugl. Samfylkingin fær í könnuninni 6,7%, sem þýðir átta atkvæði í úrtakinu. Ekki er nóg að birta slíkt með fyrirvara, það á alls ekki að birta það. Capacent Gallup kemur óorði á skoðanakannanir.
