C. Forna Róm

Borgarrölt, Róm

Fornar rústir

Augustus, Roma

Augustus

Miðborg hinnar fornu Rómar var í lægðinni vestur af hæðinni Capitolum og norður af hæðinni Palatinum. Þar var Forum Romanum, höfuðtorg Rómar á lýðveldistíma, og Fori Imperiali, röð höfuðtorga hennar á keisaratíma.

Þessi torg voru öldum saman þungamiðja Vesturlanda, allt frá því að Rómverjar tóku við af Grikkjum sem merkisberar vestursins og þangað til kaþólska kirkjan flutti þungamiðjuna hálfan annan kílómetra suðaustur til Laterano-torgs.

Lítið stendur eftir af fornri frægð þessa svæðis, brot af súlum og veggjum, sem gefa hugmynd um fornan glæsileika. Enn stendur mikið af Trajanusarmarkaði og Maxentiusarbyrðu, bútar af keisarahöllum og heiðnum hofum, nokkrir heilir sigurbogar og fundarsalur öldungaráðsins.

Næstu skref