Byltingin bilaði

Punktar

Veikluleg bylting tyrkneskra herforingja rann út í sandinn. Fóru eftir gömlu kennslubókinni, hertóku brýr og flugvelli. Áttuðu sig ekki á nýmiðlum, einkum á Facetime. Þar hvatti Erdoğan landsmenn til að hunza byltinguna og fara út á torg og götur. Fólkið gerði eins og hann sagði og byltingin fór út um þúfur. Nokkur hundruð yfirmanna í hernum hafa verið tekin höndum og forsetinn fær færi á að kúga herinn til hlýðni. Herinn hefur reynt að varðveita arf Atatürks og gera Tyrkland að vestrænu veraldarríki. Flokkur Erdoğan hefur reynt að efla íslam að nýju og hefur enn reynst sigursæll. Hér eftir er hann einræðisherra.