Bylting á þessu ári

Punktar

Blóðugar byltingar mistakast. Stundum er samt nóg að sýna styrk fjöldans til að misheppnaðir valdamenn á borð við Geir H. Haarde gefist upp. Slíkir atburðir nægja samt ekki, fjari byltingargleðin út, sem hún gerði árið 2013. Ein óvinsæl ríkisstjórn tók við af annarri. Nú er enn önnur við völd með þriðjungs fylgi. Byltingar takast ekki nema með þolinmæði byltingarfólks. Einmitt þolinmæði, sem Íslendinga skortir. Allt þarf að gerast hér og nú. Áhugi á nýrri stjórnarskrá fjaraði út. Ríkisstjórnin hóf að ofsækja ungt fólk án húsnæðis, gamalt fólk, öryrkja, sjúklinga og einstæðar mæður. Hefur fólk kjark og úthald til byltingar árið 2017 ? Forsendur eru nægar.