Buskutjörn

Frá Sænautafellsleið að Brú á Jökuldal.

Veturhús eru frægasta eyðibýlið á Jökuldalsheiði, talin fyrirmynd Halldórs Laxness að Sumarhúsum. Þar var búið til 1941 og stuðst við veiði í Veturhúsatjörn og í Gripdeild. Bærinn var í 556 metra hæð. Byrjum við Sænautafellsleið milli Hákonarstaða á Jökuldal og Sænautasels á Jökuldalsheiði. Það er í 600 metra hæð í skarðinu milli Stóra-Svalbarðs að norðan og Litla-Svalbarðs að sunnan.

Förum suðvestur að eyðibýlinu Veturhúsum. Þaðan suður um Buskutjörn og vestan við fjallaskálann Gripdeild. Austan við Eiríksstaðahnefla og niður að þjóðvegi 923 austan við Eiríksstaði á Jökuldal. Þaðan er stutt leið vestur að Brú á Jökuldal.

13,5 km
Austfirðir

Skálar:
Gripdeild: N65 12.424 W15 25.768.

Nálægar leiðir: Sænautafell, Búðarháls, Aðalbólsleið.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort