Í leiðara New York Times er George W. Bush Bandaríkjaforseti tekinn á beinið fyrir að hafa ekki stutt helzta vin sinn, Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. Blair hefur í hópi sjö mestu iðnríkja heims lagt til, að þau taki að sér skuldir fátækustu ríkja heims á næstu tíu árum. NYT segir, að Bush hefði getað þakkað fyrir aðild Blair að stríðinu gegn Írak, sem almenningur í Bretlandi var og er ósáttur við. En niðurstaðan var sú, að mesta auðríki heimsins hafnaði tillöguninni. Ég hef áður bent á, að núverandi stjórn Bandaríkjanna þakkar ekki fyrir veittan stuðning.