Bush sleppur

Punktar

Eftir þrjú ár sleppur George W. Bush úr embætti, sem hann er óhæfur til að gegna. Eftir situr bandaríska þjóðin með þrúgandi skuldir hins opinbera, stóraukna stéttaskiptingu, eitrað andrúmsloft í pólitíkinni og svo auðvitað stríðið í Írak. Um allt þetta geta Bandaríkjamenn sjálfum sér kennt, því að þeir hafa endurkosið forsetann eftir að öllum varð ljóst, að hann var illa gefinn rugludallur í greipum meiri háttar glæpalýðs á borð við Cheney varaforseta og Rumsfeld stríðsráðherra. Aðeins eitt er ógert hjá George W. Bush, lýsa sigri í Írak og flýja af hólmi með skottið milli fóta.