Bush og Cheney einangraðir

Punktar

George W. Bush Bandaríkjaforseti hafnar tillögu ráðgjafa pabbans um breytta utanríkisstefnu. Hann hafnar sömu tilraun Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. Bush yngri hefur einangrað sig í fílabeinsturni nýhægrisinna, þar sem Dick Cheney varaforseti ræður ríkjum. Þeir hafna breyttri stefnu í miðausturlöndum. Einkum hafna þeir tilraunum til að koma á sátt milli Ísraels og Palestínu, sem er kjarni tillagna Blair og þjóðarsáttarnefndar James Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra föðurins. Sá gamli reynir árangurslaust að tjónka við geðbilaðan soninn. Sjá Times.