New York Times segir í leiðara, að höndlarar George W. Bush Bandaríkjaforseta sjái um, að hann verði ekki var við andstæðar skoðanir. Til dæmis megi menn með mótmælaspjöld ekki vera nær leið hans en 700 metrar, svo að hann geti ekki lesið spjöldin. Blaðið segir, að hann lesi ekki, heyri ekki og sjái ekki neina fjölmiðla. Ráðgjafarnir Condoleezza Rice og Andrew Card segi honum hvað sé í fréttum. Blaðið segir alvarlegt, að forsetinn skuli vera fangelsaður í fílabeinsturni.