George Bush sagði: “Líf hermanna væri á mína ábyrgð, ef ég bryti fjölþjóðasamninga, … sýndi styrk okkar og færi alla leið til Bagdað. Við mundum verða hernámslið, Bandaríkin í arabísku landi, með enga bandamenn okkur við hlið. Það hefði verið skelfilegt.” Bush eldri sagði þetta árið 1999. Hann lýsir þarna fyrirfram og nákvæmlega verkum sonarins, sem hafa reynzt vera skelfileg. Himinn og haf er milli stjórnarhátta Bush hins eldra, sem var hefðbundinn pólitíkus, og Bush hins yngra, sem er pólitískur bjáni og telur sig vera hendi guðs.
