Bush á fullri ferð

Punktar

George W. Bush er á fullu fram að valdatöku Barack Obama. Lætur daglega varpa sprengjum á óbreytta borgara í Afganistan. Þótt Hamid Karzai, forseti Afganistans grátbiðji hann um að gera það ekki. Að minnsta kosti ekki kasta sprengjum á brúðkaup. Lætur daglega varpa sprengjum á óbreytta borgara í Pakistan. Þrátt fyrir áköf mótmæli Asif Zardari, forseta Pakistans. Bush hefur ekki áhuga á skoðunum þessara tveggja bandamanna sinna í stríðinu gegn hryðjuverkum. Ég taldi þó sátt vera í bandarískri pólitík um, að verðandi forseti mætti tempra athafnavilja fráfarandi forseta í ágreiningsefnum.