Þessa dagana hrúgast upp skýrslur, sem sýna, að mannkynið er að eyðileggja búsetuskilyrði sín á jörðinni. Út kom skýrsla á vegum brezku stjórnarinnar, önnur á vegum World Wildlife Fund og hin þriðja á vegum Evrópusambandsins. Allar eru þær nokkurn veginn samhljóða, segja loftslagsbreytingar af mannavöldum eins hættulegar og græningjar hafa sagt. Yfirborð hafsins muni hækka og sjór ganga á land, fárviðrum muni fjölga, erfðabreytt matvæli valda vandræðum og hafið verða að sorphaug. Aðeins villtustu frjálshyggjumenn og trúarofstækismenn vefengja þessar viðvaranir.
