Búsáhaldabyltingin át börnin sín

Punktar

Borgarahreyfingin gamlaðist snöggt sem stjórnmálaflokkur í gær. Gekk með hótun og tilboð á fund forsætisráðherra. Þrír af fjórum þingmönnum flokksins sögðust hætta við að styðja Evrópuviðræður nema fallið yrði frá IceSave. Buðu kaup kaups. Hreyfingin var stofnuð til að siðvæða pólitíkina, en er nú orðin eins sjóuð í hrossakaupum og gömlu flokkarnir. Notar vinnubrögðin, sem hún hafnaði áður sem klækjastjórnmálum. Hafnaði eigin stefnuskrá og orðum þessara sömu þriggja þingmanna um síðustu helgi. Borgarahreyfingin er orðin spilltur flokkur gamaldags hrossakaupa. Búsáhaldabyltingin át börnin sín.