Burt með þéttingu

Punktar

Fyrirhuguð hús við Laugaveg 4-6 eru nýjasta dæmið um ríkjandi áráttu í borgarskipulagi. Langvinn áráttan felst í að byggja ný hús ofan í gömul og þétta byggðina í leiðinni. Ég vil, að áhugamenn um evrópskar virkisborgir og þétta byggð fái að spreyta sig í Álfsnesi. Þar byggi þeir þröng háhýsi, þar sem hver býr ofan á öðrum og bílar komast ekki um götur. Þannig verði þeir sefaðir og láti okkur hin í friði. Sem viljum búa í borg, þar sem langt er milli húsa og vítt til veggja. Þar sem bílfært er um götur. Ýmis samtök gegn þéttingu byggðar sýna, að fólk er farið að átta sig á þessu.