Burt með ríkisstjórnina

Punktar

Eina leiðin til að endurreisa traust þjóðarinnar er að skipta út ráðlausri ríkisstjórn. Hún nýtur einskis trausts erlendis, enda neitar hún að reka Davíð, fær ekki lán. Styðst við gömlu fræðingana og neitar að gera nokkurn ábyrgan fyrir hruninu. Ef það er rétt hjá henni, er hún sjálf ábyrg og á að fara. Strax, ekki í vor. Eftir kosningar þarf ný ríkisstjórn að reka Davíð og gömlu fræðingana. Í staðinn þarf ný stjórn að ráða gagnrýnendurna. Sem í sex mánuði eða lengur vöruðu við dauðans rugli í frjálshyggju Geirs Haarde. Það gengur ekki lengur, að brennuvargar einir komi að brunaliðsstörfum.