Burt með miðaldaruglið

Punktar

Lengst af lét ég skipulögð trúarbrögð eiga sig, enda létu þau mig í friði. En íslam hefur farið í taugarnar á mér síðan múslimar fóru að ofsækja rithöfundinn Salman Rushdie 1989. Pirringurinn jókst eftir birtingu skrípamynda af vitfirrta spámanninum í Jyllandsposten 2005. Árásin á Charlie Hebdo 2015 opnaði svo augu mín fyrir, að íslam er ekki í lagi. Þá á ég ekki bara við ISIS og wahabismann frá Sádi-Arabíu, versta villimannaríki heims. Það hefur nefnilega komið í ljós mikill undirliggjandi stuðningur meðal múslima við allan þennan brútalisma. Ég er því farinn að vara við óheftum innflutningi vandamála af þessu miðaldatagi.