Burt með Kristínu Lindu

Punktar

Hvers vegna er Kristínu Lindu Árnadóttur ekki sagt upp fyrirvaralaust? Hún er forstjóri 75 manna stofnunar, sem gerir ekki neitt. Gerir það jafnvel markvisst. Skipulagsstofnun varaði Umhverfisstofnun við hugsanlegri mengun af fráveitu Becromal verksmiðjunnar í maí 2009. Fyrir tæpum tveimur árum. Umhverfisstofnun tók ekki mark á því. Þess vegna hefur vítissódi lekið út í Eyjafjörð í tvö ár. Eins og díoxín hefur lekið út í loftið við sorpbrennslu víða um land. Kristín Linda starfar undir því merki Davíðs Oddssonar, að eftirlit eigi ekkert að vera af hálfu eftirlitsstofnana. Burt með hana.