Burt með friðarspillinn

Punktar

Brýnna er að koma Ólafi Ragnari friðarspilli frá völdum en að velja milli Andra Snæs Magnasonar og Guðna Th. Jóhannessonar. Er raunar reiðubúinn að kjósa hvorn þeirra, sem líklegri er til að fella hinn ófriðlega á Bessastöðum. Sá hefur lengi verið klappstýra útrásarbófa og aflandseyinga. Andstæðingur þeirra, sem vilja lina heljartök auðgreifa á landi og þjóð. Miklu betra er, að eftirlit og aðhald með valdhöfum sé beint í höndum kjósenda. Ekki í höndum hins dæmigerða ég-um mig-frá mér-til mín sölumanns snákaolíu, sem ætíð hefur kynt ófriðarbál. Ólafur Ragnar er vís til að beita fantabrögðum til að hindra nýja stjórnarskrá.