Burt með busavígslur

Punktar

Hjartanlega sammála félagi skólameistara að banna beri busavígslur. Eins og Jón Reynir Sigurvinsson á Ísafirði segir, „þær jaðra ekki við ofbeldi, heldur eru þær ofbeldi“. Þær stríða gegn landslögum. eins og umboðsmaður barna hefur oft bent á. Skólameistarar geta ekki setzt niður með fulltrúum nemenda og samið um innihald busavígslna. Þeir geta ekki samið sig frá lögum. Unglingar hafa fengið að rækta ofbeldishneigð, sem nú tekur enda. Skólameistarar þurfa svo að fylgja eftir, að fávísir nemendur komist ekki upp með að halda áfram ógeðinu í leyni. Í framhaldi af þessu þurfa prestar að taka á fáránlegum gæsunum og steggjunum.