Burt með alla bófana

Punktar

Bónusgreiðslur stjórnenda Klakka og Lykils upp á 60 milljónir króna á mann fara illa í fólk. Eru þær til komnar út af væntingum bankstera til velvildar stjórnar íhaldsflokkanna? Er verið að efna í nýtt hrun? Eru þessir karlar geimverur í eigin blöðruheimi? Auðsöfnunarfyrirtæki virðast ekki hafa lært neitt af hruninu og fara á hvolf í græðgi. Allt eru ímynduð verðmæti, sem verðlögð eru upp úr öllu valdi. Þessa siðblindu bankstera þarf að stöðva strax. Níu ár eru liðin frá hruni, án þess að neitt hafi verið gert til að girða af siðblinduna og koma helztu bófunum í varanlegt fangelsi. Líklega mun stjórn Katrínar ekki snerta á þessu stórvandamáli.