Burðardýr mafíunnar

Punktar

Ég hef lengi bent á, að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki pólitískur flokkur með einhverja stefnu á borð við kapítalisma, kommúnisma, markaðinn eða frjálshyggju. Hann er af allt öðru tagi. Eins og mafían á Sikiley. Bófaflokkur er hann og rekur þjófræði í ríkisstjórn. Stelur árlega tugum milljarða af þjóðinni með hækkun í hafi, umboðslaunum, kennitöluskiptum og afskriftum. Til að standa undir því er láglaunafólki og öðrum fátæklingum haldið niðri í 250 þúsund krónum á mánuði, þótt það kosti 500 þúsund krónur að lifa. Nú vilja bófarnir fá fjárglæframann sem borgarstjóra. Sérhver, sem nú kýs bófana, er sjálfur bófi, burðardýr mafíunnar.