Dálítið seint er í rassinn gripið hjá OECD, alþjóða þróunarstofnuninni. Er komin með nýja skýrslu um Ísland, þar sem veitt eru ýmis ráð. Við munum vel eftir skýrslunni 2006, þegar OECD lofaði íslenzka hagkerfið, einkum bankana. “Þeir eiga að þola stór högg”, sagði þessi fávitastofnun frjálshyggjunnar. “Eftirliti með starfsemi á fjármálamörkuðum hefur verið aflétt.” Ef ég ætti svona orðbragð á samvizkunni, mundi ég hætta að veita ráð. En OECD veit alls ekki, hvað sjálfsvirðing er, ekki frekar en Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn. Báðar þessar stofnanir halda áfram að bulla úrelt tungumál frjálshyggju.