Búðarháls

Frá Ármótaseli á Jökuldalsheiði um Búðarháls að þjóðvegi 923 vestan Brúar í Jökuldal.

Miklar minjar eru um eyðibýlið í Ármótaseli, enda var þar búið fram til 1943, þótt það sé í 500 metra hæð. Þar var líka fornbýli og ennfremur að Gilsá, sem er þremur km norðan við Ármótasel. Í Víðirhólum var tvíbýli í 540 metra hæð. Þar eru minjar um áveitur, brunnhús og myllu við Brandslind. Við tjörn skammt vestur frá Búðavatni er eyðibýlið Háls, sem var hæsta byggða ból á Íslandi í 585 metra hæð, áður en það fór í eyði árið 1864.

Byrjum við þjóðveg 1 austan eyðibýlisins Ármótasels á Jökuldalsheiði. Förum til suðvesturs vestan við Kiðufell og áfram suðsuðvestur um Hnauslæki á Víðirhóla. Suður um Búðarháls og Búðarvatn á fjallsbrúnina austan við Hnefil. Förum þar suður brekkurnar að þjóðvegi 923 um Jökuldal. Héðan er stutt að fara með þjóðvegi 923 að Brú á Jökuldal, þar sem leiðir liggja til ýmissa átta.

20,5 km
Austfirðir

Nálægar leiðir: Skjaldklofi, Sænautafell, Buskutjörn, Aðalbólsheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort