Brunaútsalan mikla

Punktar

Þrá Bjarna Benediktssonar aflendings í hraða brunaútsölu ríkiseigna fer saman við þrá hans í frestun kosninga. Vill vera fjármálaráðherra, þegar handvalin brunasölunefnd hans höndlar með einkavæðinguna. Í brunaútsölunni er meiningin að selja 500 milljarða eignarhald á Landsbankanum og Íslandsbanka. Á sama tíma og selja þarf 300 milljarða stöðugleikaeignir og erlendar krónueignir. Ljóst er, að aflendingar einir geta boðið í svo gífurleg verðmæti. Þar mun margt fara fyrir slikk og það er stefna Bjarna. Ekki liggur á að selja allt þetta í grænum hvelli. En hagsmunir Bjarna og félaga hans ganga fyrir hagsmunum þjóðarinnar.