Brúðgumaskarð

Frá Breiðuvík um Brúðgumaskarð til Keflavíkur.

Ræningjahóll er, þegar komið er í Hafnarlautir Keflavíkurmegin við vatnaskil. Þar áðu Englendingar með Eggert Hannesson hirðstjóra, þegar honum var rænt á Saurbæ 1579.

Förum frá bæjarhúsum í Breiðuvík austur um Víkurbotn og síðan suðaustur um Brúðgumaskarð í 320 metra hæð milli Kjalar að norðan og Stæðna að sunnan. Austan skarðsins beygjum við suður um brekkur til Keflavíkur.

7,7 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Hafnarfjall, Breiðavíkurháls, Stæðavegur, Kóngshæð, Svarthamragil, Dalverpisvegur, Hyrnur, Látraheiði, Látraháls, Miklidalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort