Brimnes

Frá Enni í Skagafirði um Brimnes að Kolkuósi í Skagafirði.

Kolkuós hét fyrrum Kolbeinsárós og var þá skipalægi. Um tíma var verzlunarstaður í Kolkuósi snemma á 20. öld. Frá Kolkuósi er komið frægt hestakyn, Kolkuóshestar, ræktaðir af feðgum, Hartmanni Ásgrímssyni og Sigurmon Hartmannssyni í Kolkuósi. Kolkuóshross eru grein af Svaðastaðahrossum, sem löngum hafa verið fyrirferðarmest í íslenzkri hrossarækt. Frægasti stóðhestur frá Kolkuósi var Hörður, númer 591 í ættbók hrossa, annar frægur var Stokkhólma-Rauður frá Kolkuósi, númer 618 í ættbók. Kolkuóshross hross féllu vel að smekk nýrra kynslóða eftir miðja 20. öld, sem nutu hesta sem gæðinga til útreiða, fremur en að halda þeim til bústarfa og aðdrátta.

Byrjum við Enni í Skagafirði. Förum norður að sjávarsíðunni og áfram norður um Lón og Bakka að Laufhóli. Síðan norður ströndina að Brimnesi og þaðan norðaustur um Kolkuós að þjóðvegi 76 í Viðvíkursveit.

11,4 km
Skagafjörður

Nálægar leiðir: Hrísháls, Heljardalsheiði Deildardalsjökull.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort